Fréttir
Page 4 of 41234

Lokað á Selfossi 2-6 júní

Vegna viðhaldsverkefni í Sundhöll Selfoss verður mannvirkið lokað dagana 2-6. júní 2014. Minnum á að hægt er að nota aðrar Gym heilsu stöðvar gegn greiðslu aðgangseyris í sund á viðkomandi stað.

Nýtt útboð í Kópavogi

Bæjarlögmanni Kópavogs hefur verið falið að leita heimildar Samkeppniseftirlits að fresta útboði á líkamsrækt við sundlaugar Kópavogs á meðan bærinn hefur markað sér lýðheilsustefnu. Nýtt útboð taki svo mið af lýðheilsustefnu bæjarins svo bæjarbúar geti notið líkamsræktar á sem hagstæðasta verði.

Vegna ummæla Björns í WC

Yfirlýsing eigenda Gym heilsu vegna ummæla Björns Leifssonar Eigendur Gym heilsu sjá sig knúna til að leiðrétta rangfæslur Björns Leifssonar eigenda World Class í viðtali við Kfrettir.is þann 12.04.14, viðtalið er einnig á heimasíðu worldclass.is. Í viðtalinu talar Björn um að viðskiptavinir World Class séu að niðurgreiða rekstur Gym heilsu í sundlaugum Kópavogs. Slíkt er […]

Yfirlýsing vegna útboðs í Kópavogi

  Yfirlýsing eigenda Gym heilsu vegna útboðs í sundlaugum Kópavogs Gym heilsa hefur verið rekið á sömu kennitölu frá stofnun fyrirtækisins árið 1997. Fyrirtækið er 100% í eigu íslenskra aðila. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að gefa öllum þeim sem vilja stunda líkamsrækt og sund við bestu mögulegu aðstæður tækifæri á því óháð efnahag. […]

Hóptímar falla niður 3-5 apríl

Starfsmenn Gym heilsu verða á FIBO, stærstu heilsuræktarsýningu heimsins sem haldin er ár hvert í Þýskalandi, dagana 3-5 apríl 2014. Við verðum því að fella niður alla hóptíma í Sundlaug Kópavogs og Suðurbæjarlaug þessa daga. Vonum að þið sýnið þessu skilning kveðja, starfsfólk Gym heilsu.

Til viðskiptavina í Kópavogi

Gym heilsa er með samning um rekstur heilsuræktarstöðvanna í sundlaugum Kópavogs til 1. mars 2015. Bæjarfélagið er skyldugt til að bjóða út reksturinn á X ára fresti og mun því hafa útboð fljótlega varðandi reksturinn. Gym heilsa getur því ekki selt kort sem gilda lengur en til 1. mars 2015 á meðan óvissa ríkir um […]

Nafnaskipti

Gym heilsa er nýtt nafn á heilsuræktarstöðvum sem áður báru nafnið Actic/Nautilus. Á þessum tímamótum höfum við tekið í notkun nýja vefsíðu fyrirtækisins. Rétt er að ítreka að nafnaskiptin koma til vegna réttindamála og er fyrirtækið eftir sem áður rekið á sömu kennitölu og frá upphafi. Verið velkomin í frían prufutíma hjá okkur. Með kveðju, […]