Velkomin í GYM heilsu árið 2017

Takk fyrir árið 2016 kæru meðlimir og verið velkomin ásamt öllum öðrum í GYM heilsu árið 2017. Í janúar eru glæsileg tilboð á árskortum í líkamsrækt og sund í gangi á öllum okkar stöðvum. Verið velkomin að nýta ykkur tilboðin.

Kveðja, starfsfólk GYM heilsu.

 

Korthafar í Kópavogi athugið

Kæru GYM heilsu meðlimir í Kópavogi athugið.

Kópavogsbær hefur ákveðið að hætta samstarfi við GYM heilsu og því hefur GYM heilsa neyðst til að loka stöðvunum.

Þar sem GYM heilsa þurfti að rýma stöðvarnar með mjög litlum fyrirvara og ljóst að fyrirtækið fær ekki að uppfylla kort meðlima GYM heilsu eftir 1. júní í sundlaugarmannvirkjum bæjarins, hefur fyritækið unnið hörðum höndum til að finna úrræði fyrir korthafa sem eru með gild kort  framyfir 1. júní. Það eru því mikil gleðitíðindi að tilkynna að  náðst hefur samkomulag við Sporthúsið varðandi framhaldið. Meðlimir GYM heilsu í Kópavogi sem eru með gild kort eftir 1. júní 2016 fá því kort sín uppfyllt í Sporthúsinu. Nóg er að mæta í Sporthúsið til fá kortið virkjað þar.

GYM heilsa er virkilega ánægt að geta boðið meðlimum GYM heilsu að klára kort sín í Sporthúsinu þar sem aðstaða er öll hin glæsilegasta og gríðarlegt úrval hóptíma og nýrra tækja er í boði. Þrátt fyrir að kortaverð í Sporthúsinu sé hærra en GYM heilsa hefur verið að bjóða þá þurfa meðlimir GYM heilsu ekki að borga neinn mismun hvað kortin varðar en vissulega er ekki sundlaug á staðnum.

Þeir aðilar sem hafa sett sig í samband við Sporthúsið en geta ekki nýtt sér nein af þeim úrræðum sem Sporthúsið býður upp á til að fá kort sín uppfyllt og vilja fá kortin uppfyllt á annan hátt, er vinsamlegast bent á að koma á skrifstofu GYM heilsu, Suðurlandsbraut 48, 2.hæð (inngangur við hliðina á Spilavinum), opið er virka daga 10-12 og 13-15. Skrifstofan verður lokuð vegna sumarfría dagana  9.-10. júní og frá 1. júlí fram til 15. ágúst. Nauðsynlegt er að koma með afrit af samningi / samningsnúmerið og persónuskilríki. Ekki verður tekið við beiðnum í gegnum tölvupóst eða  gegnum síma eða á annan hátt. Við vekjum athygli á að úrlausn mála getur tekið einhvern tíma en unnið verður  eins hratt og hægt er.

Kveðja, f.h. GYM heilsu, Kjartan Már Hallkelsson rekstrarstjóri

 

GYM heilsa – Sporthúsið

Innilegar þakkir kæru meðlimir

 

Kæru GYM heilsu meðlimir í Kópavogi.

GYM heilsa hefur verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að þjónusta ykkur frá árinu 1997 í sundlaugum bæjarins.

Kópavogsbær hefur ákveðið að hætta samstarfi við GYM heilsu og því loka stöðvarnar í Sundlaug Kópavogs (þann 23. maí) og í  Salalaug (þann 30. maí).

GYM heilsa hefur tjaldað öllu til í baráttunni um að halda rekstri stöðvanna áfram í sundlaugarmannvirkjum bæjarins og það hefur verið afar fjárfrek og erfið rimma. Eftir að dómur í máli GYM heilsu gegn Kópaogsbæ féll GYM heilsu í óhag er því ljóst að GYM heilsa hefur því miður ekki bolmagn til að halda  baráttunni áfram lengur. Síðastliðin þrjú ár hefur ríkt óvissa um framtíð GYM heilsu í Kópavogi sem hefur gert reksturinn mjög þungan.

Þar sem GYM heilsa þarf að rýma stöðvarnar með mjög litlum fyrirvara og ljóst að fyrirtækið fær ekki að uppfylla kort meðlima GYM heilsu eftir 1. júní í sundlaugarmannvirkjum bæjarins, hefur fyritækið unnið hörðum höndum til að finna úrræði fyrir korthafa sem eru með gild kort framyfir 1. júní næstkomandi. Það eru því mikil gleðitíðindi að tilkynna að náðst hefur samkomulag við Sporthúsið varðandi framhaldið. Meðlimir GYM heilsu í Kópavogi sem eru með gild kort eftir 1. júní 2016  fá því kort sín uppfyllt í Sporthúsinu.

GYM heilsa er virkilega ánægt að geta boðið meðlimum GYM heilsu að klára kort sín í Sporthúsinu þar sem aðstaða er öll hin glæsilegasta og gríðarlegt úrval hóptíma og nýrra tækja er í boði. Þrátt fyrir að kortaverð í Sporthúsinu sé hærra en GYM heilsa hefur verið að bjóða, þá þurfa meðlimir GYM heilsu ekki að borga neinn mismun hvað kortin varðar en vissulega er ekki sundlaug á staðnum. Þjálfarar GYM heilsu verða til taks í Sporthúsinu frá 20. maí – 1. júní, ykkur að kostnaðarlausu til að aðstoða ykkur að læra á tækin og útbúa æfingaáætlanir.  Vinsamlegast snúið ykkur til Sporthússins ef frekari upplýsinga er þörf og verið velkomin að hringja strax í 564-4050 og panta ykkur tíma með þjálfara, ykkur að kostnaðarlausu.

GYM heilsa þakkar kærlega fyrir að fá að þjónusta meðlimi stöðvanna í Kópavogi frá árinu 1997 og er stolt af því að vera komið í samstarf við Sporthúsið varðandi framhaldið.

GYM heilsa mælir með Sporthúsinu fyrir alla meðlimi GYM heilsu í Kópavogi. Nú eru frábær tilboð á sumarkortum í gildi hjá Sporthúsinu sem tilvalið er að nýta sér fyrir þá sem ekki eiga kort í GYM heilsu.

Við viljum enn og aftur þakka ykkur kæru meðlimir fyrir allan stuðninginn sem þið hafið veitt okkur og við vitum að þið gerið ykkur grein fyrir stöðu mála og sýnið því skilning. Ég vil einnig þakka öllum starfsmönnum GYM heilsu og sundlauganna fyrir skilningsríki á stöðu mála og velvilja í garð GYM heilsu.

 

Kveðja, f.h. GYM heilsu, Kjartan Már Hallkelsson rekstrarstjóri

 

Lokað 8.-20. ágúst í Suðurbæjarlaug

Lokað verður dagana 8.-20. ágúst í Suðurbæjarlaug vegna viðhaldsverkefna en korthafar þar geta farið í sund í Ásvallalaug Hafnarfirði eins og vanalega. Korthafar geta einnig æft í GYM heilsu Álftaneslaug þessa daga.

Uppfært: Áður var talið að hægt væri að opna fyrr en því seinkar til 20. ágúst.

Eurovision spinning í Hafnarfirði

Eurovision spinning tími með Bjarna Viggó í Hafnarfirði, verður laugardaginn 14. maí samkvæmt stundaskrá. Við minnum á að hóptímar í Kópavogi eru hættir.

Takk fyrir allt saman kæru meðlimir

GYM heilsa hættir rekstri í Salalaug og Sundlaug Kópavogs 1. júní 2016

Niðurstaða í dómsmáli GYM heilsu gegn Kópavogsbæ er GYM heilsu í óhag.

GYM heilsa neyðist því til að hætta rekstri og tæma húsnæðin fyrir 1. júní 2016.

Röskun mun verða á starfssemi GYM heilsu í kjölfarið (hóptímar munu hætta um miðjan maímánuð).

Þeir korthafar sem hafa gild kort framyfir 1. júní 2016 athugið að það mun verða auglýst fljótlega hvað verður í boði til að uppfylla þau kort.

Eingöngu er hægt að kaupa styttri kort frá og með 3. maí (sjá verðskrá) sem gilda út maí 2016.

Við þökkum öllum meðlimum GYM heilsu í Kópavogi fyrir frábærar móttökur allt frá opnun (1997 í Sundlaug Kópavogs og 2005 í Salalaug) og stuðninginn í gegnum árin. Það hefur verið forréttindi að fá að þjóna ykkur.

Kveðja, f.h. GYM heilsu, Kjartan Már Hallkelsson rekstrarstjóri

 

Verðskrá GYM heilsu í Kópavogi í maí 2016

Kortin gilda út maí 2016

Þjónusta GYM heilsu raskast í maí þar sem rekstri verður hætt fyrir 1 . júní 2016

 

Kort keypt                    Verð            Verð 67+, öryrkjar, grunnskóla

4. maí – 9. maí          3.990 kr.           2.990 kr.

9. maí – 16. maí        2.990 kr.           1.990 kr.

16. maí – 23. maí      1.990 kr.              990 kr.

 

OPNUNARTÍMAR Á FRÍDÖGUM

  

Sundlaug Kópavogs

Salalaug Kópavogi

Suðurbæjarlaug Hafnarfirði

24. mars / Skírdagur

8-18

8-18

8-17

25. mars / Föstudagurinn langi

10-18

10-18

Lokað

26. mars / Laugardagur f. páska

8-18

8-18

8-18

27. mars / Páskadagur

Lokað

10-18

Lokað

28. mars / Annar í páskum

8-18

Lokað

8-17

21. apríl / Sumardagurinn fyrsti

8-18

8-18

8-17

1. maí / Frídagur verkalýðsins

Lokað

10-18

Lokað

5. maí / Uppstigningadagur

8-18

8-18

8-17

15. maí / Hvítasunnudagur

10-18

Lokað

Lokað

16. maí / Annar í Hvítasunnu

8-18

8-18

8-17

 

ATHUGIÐ: HÓPTÍMAR FALLA NIÐUR Á ÖLLUM STÖÐUM ALLA DAGANA HÉR AÐ OFAN.

Stækkun á Hellu

Á Hellu er verið að tvöfalda stærð heilsuræktar GYM heilsu. Framkvæmdir ganga vel og það verður virkilega spennandi þegar allt verður tilbúið. Með stærri heilsurækt eykst fjölbreytnin og von er á fleiri tækjum strax og opnað verður að framkvæmdum loknum. Enn fleiri tæki og tól bætast svo við í vetur.