Heilsupistlar

Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma

Mikið hefur verið rætt og ritað um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig einkenni hjartaáfalls lýsa sér. Í dag ættu allir að vera orðnir nokkuð vel upplýstir um þá hluti þannig að mig langaði aðeins að beina sjónum mínum að einkennum sem gera vart við sig í aðdragandanum. Aðdragandinn getur verið allt frá 4-6mánuðum niður […]

Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma

“Hefði ég átt að sjá þetta fyrir?” var ég spurður af manni á besta aldri sem var að jafna sig eftir sitt fyrsta hjartaáfall. Hann var grannur, reykti ekki og hafði verið mikið í íþróttum sem ungur maður. Það eina sem hann hafði af jákvæðum áhættuþáttum var mikil ættarsaga um kransæðasjúkdóma. Ég svaraði honum þannig […]

Skyndidauði íþróttafólks

Í síðasta pistli talaði ég um auðsjáanleg merki sem geta gefið ábendingar um hjarta- og æðasjúkdóma. En það getur líka gerst að ólíklegustu einstaklingar falla í valinn fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Þegar slíkt gerist þá eru einhverjir undirliggjandi þættir sem ekki hafa komið fram, sem við áreynslu setja af stað hjartsláttaróreglu sem getur leitt til […]

Hversu mikla hreyfingu þarft þú?

Hluti af starfi mínu er að komast að því hversu mikla hreyfingu fólk stundar og gefa ráðleggingar út frá því. Margir segjast fá mikla hreyfingu úr vinnunni og telja það nóg, en átta sig ekki á því að þeir eru ekki að hreyfa sig nógu lengi í einu til að njóta einhvers ávinnings af hreyfingunni. […]

Lítill en mikilvægur

Gluteus medius (GM) er lítill vöðvi sem minnir á blævæng. Breiði hlutinn festist á utanverðan mjaðmaspaðan en sinin þ.e.mjói hlutinn festist á toppinn eða hnjóskinn á lærleggnum. Þessi litli vöðvi gegnir því mikilvæga hlutverki að halda okkur beinum þegar við stöndum í annan fótinn, sér í lagi á göngu og passar að mjöðmin sveiflast ekki […]

Gluteus Medius!

Sjúkraþjálfarar hafa á takteinunum ýmis próf til að finna út veikleika í stoðkerfinu. Okkur er líka kennt að skoða og taka eftir því sem stingur í augun í hreyfingum og líkamsburði fólks.Og held ég að það sé þannig varið með flest okkar að við erum alltaf að greina fólk hvar sem við erum. Hvort heldur […]

Gluteus medius/minumus syndrome(GMS)

Almennt er það talið svo að ef að vöðvi er einhverja hluta vegna stuttur og stífur, sé það vegna þess að hann sé undir álagi einhæfrar vinnu, ósamræmi í vinnuframlagi annara aðlægra vöðva, eða álags vegna áunnins vana (*léleg líkamsstaða,svefnvenjur,hvíldar staða). Ef þannig er fyrir komið er líklegt að viðkomandi vöðvi sé búin að vera […]

Achilles tendinitis

Einn góðviðrisdag í vetur fékk ég símtal seinni partinn. Þetta var gamall vinnufélagi og áhugamaður um körfubolta. Hann var búinn að vera að stunda körfubolta einu sinni í viku með félögunum en nú var svo komið að það vantaði í liðið og fékk hann þá hugdettu að hringja í mig. Ég var laus og sló […]

Ákefðarþjálfun sem leiðir til Rhabdomyolysis eða Rákvöðvalísu

Fyrir nokkur fékk ég símtal frá Nýrna- og meltingadeild út af sjúklingi sem var að leggjast inn. Þetta var ekki týpískur sjúklingur af þeirri deild. Þetta var ungur maður sem stundaði bæði Crossfit og útihlaup, sem hafði örmagnast í víðavangshlaupi. Sjúkdómsgreiningin var Rhabdomyolysis eða Rákvöðvalýsa, nánar tilekið Acute exertional Rhabdomyolysis (AER). Þetta er hættulegt ástand […]

Misnotkun lyfja

„Betri er krókur en kelda“ er eitthvað sem flest allir hafa heyrt að minnsta kosti einu sinni um ævina. En þegar menn snúa dæminu við og velja kelduna frekar en krókinn, eru menn oftar en ekki í slæmum málum. Lyf til að auka getu og bæta árangur hafa verið notuð allt frá örófi alda sbr.víkingar […]