Í afgreiðslu sundlauganna er hægt að kaupa staka tíma í GYM heilsu á góðu verði.

Einnig er hægt að hringja í GYM heilsu (Kjartan 866 3084) og panta ókeypis kynningartíma sem fer fram undir leiðsögn þjálfara. Í tímanum er kennt á tækin og Nautilus aðferðina sem unnið er með þegar æft er í tækjunum.