Vegna Grindavíkur

Kæru meðlimir GYM heilsu Grindavík.

Á þessum miklu óvissu tímum bjóðum við hjá GYM heilsu, meðlimum GYM heilsu í Grindavík að æfa endurgjaldslaust í stöðvum okkar í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Hafnarfirði.

Vinsamlegast framvísið aðgangskortum þegar mætt er, verið velkomin.

Kveðja, GYM heilsa.

Lokanir í ágúst

Suðurbæjarlaug er lokuð 14-19. ágúst og opnar aftur laugardaginn 20. ágúst. Meðlimir GYM heilsu í Hafnarfirði athugið að opið er í sund og GYM heilsu í Ásvallalaug. Vinsamlega nýtið ykkur það.

Í Álftaneslaug er lokað í sundlaug og potta en stefnt að opnun 17. ágúst. GYM heilsa er opin í Álftaneslaug eins og venjulega. Við minnum meðlimi GYM heilsu í Garðabæ á að opið er i sundlaug Garðabæjar og kortin ykkar gilda líka þar i sund.

Frábært verð á kortum

GYM heilsa er með frábært verð á árskortum sem gilda í líkamsrækt og sund í því sveitarfélagi sem það er keypt hjá. Sjá nánar í verðskrá fyrir hvern stað.

Verið velkomin. Kveðja frá starfsfólki GYM heilsu.

Verkfall búið, allt opið!

Nú er verkfalli BSRB lokið og því allar stöðvar okkar opnar á ný.

Gleðilegt sumar, með kveðju frá starfsfólki GYM heilsu.

Opnum í Ásvallalaug

Í tilefni af opnun GYM heilsu í Ásvallalaug, þá verðum við með opið hús í nýju heilsuræktinni í Ásvallalaug, laugardaginn 30. október frá kl. 11:00 – 13:00.

Verið velkomin að skoða nýja og glæsilega aðstöðu GYM heilsu.

 

 

Tilboð á árskortum

Nú eru árskort í líkamsrækt og sund á tilboðsverði til og með 12. október 2021 á öllum okkar stöðvum (vinsamlegast hafið samband við þá sundlaug sem þið viljið kaupa kort hjá, fyrir frekari upplýsingar).

Við minnum á að kort keypt í Hafnarfirði, gilda í allar sundlaugar bæjarins og ræktina í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug en stefnt er á að opna ræktina í Ásvallalaug síðla í október.

 

GYM heilsa opnar í Ásvallalaug

GYM heilsa og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag, 5. júlí 2021, undir samning um rekstur GYM heilsu í Ásvallalaug. Allir meðlimir í Hafnarfirði geta því æft og farið í sund bæði í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug í haust (nákvæm dagsetning hvenær stöðin opnar liggur ekki fyrir).

Ásvallalaug var vígð 6. september 2008 í Vallahverfi í Hafnarfirði. Sundmiðstöðin er ein sú stærsta á landinu eða um 6.000 m².

Opnum aftur föstudaginn 16. apríl

Sundlaugar landsins opnuðu aftur 15. apríl og Gym heilsa 16. apríl en með miklum takmörkunum, þar sem farið er eftir nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra.

Nauðsynlegt er að skrá sig í tíma í afgreiðslu sundlauganna og fylgja fyrirmælum (sjá blað).

Verið velkomin.