GYM heilsa býður upp á grunnskólaárskort fyrir nemendur 7-10. bekkjar.
Hugsunin hjá GYM heilsu með þessum kortum er að foreldrar/forráðamenn geti æft með börnunum enda mikið um brottfall úr íþróttum á þessum árum og mikilvægt að kenna krökkunum að byrja strax að hugsa um heilsuna. Nemendur 7-8. bekkjar mega æfa í fylgd foreldra/forráðamanna eldri en 18. ára. Nemendur 9-10. bekkjar mega æfa sjálfir eftir að hafa fengið leiðsögn og æfingaáætlun hjá þjálfara GYM heilsu, fylgja þarf æfingaáætluninni.
Verð á grunnskólaárskortum er hægt að sjá í verðskrá.
GYM heilsa býður upp á frían prufutíma undir leiðsögn þjálfara og hægt er að fara í sund eftir tímann. Hringja þarf í viðkomandi GYM heilsu stöð og panta tíma.