Fréttir
Page 1 of 41234

Gym heilsa upplýsingar

Framkvæmdir í Suðurbæjarlaug ganga vel og búið er að opna útiklefa og útilaugina ásamt pottum. Ræktin er að sjálfsögðu opin. Hóptímar eru hafnir í Grindavík og jóga byrjar í Álftaneslaug 22. september. Við minnum á tilboð á árskortum, sem er í gangi til 7. október. Verið velkomin. Kveðja, Gym heilsa.

Suðurbæjarlaug framkvæmdir

Vinna við þak Suðurbæjarlaugar er í fullum gangi. Frá og með 20. júlí lokar sundsvæðið í nokkrar vikur en GYM heilsa verður áfram opin. Við minnum korthafa á að þeir hafa aðgang að Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

COVID-19 tilmæli

    Covid 19 frekari tilmæli Kæru GYM heilsu meðlimir athugið. Við biðjum ykkur vinsamlegast að fara eftir tilmælum yfirvalda þar sem mælst er til þess að halda ca. 2 metra fjarlægð á milli fólks (þess vegna eru ekki öll þrektæki í notkun). Gott er að vera í hönskum/grifflum þegar æft er. Hóstið/hnerrið í pappír […]

20 ár í Suðurbæjarlaug

GYM heilsa fagnar 20 ára starfsafmæli í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Af því tilefni bjóðum við frábært afmælistilboð, sem gildir til og með mánudagsins 11. mars 2019. Árskort í líkamsrækt og sund á aðeins 35.990 kr. Sjá nánar í auglýsingu hér fyrir neðan.    

Álftaneslaug – breytingar

GYM heilsa og bæjaryfirvöld Garðabæjar hafa ákveðið að breyta starfssemi GYM heilsu í Álftaneslaug. Munu breytingarnar taka gildi í september 2018. Með breytingunum eykst þjónusta við meðlimi. Hóptímar verða í boði og verða þeir síðla dags. (nákvæm dagsetning og tímatafla auglýst síðar). Í boði verður m.a. Yoga, stöðvarþjálfun, core o.fl. Aðgangur að hóptímum er innifalinn í verði korts.      

Lengri opnunartími í Suðurbæjarlaug

Þann 2. maí 2018 breytist opnunartími Suðurbæjarlaugar og verður eftirfarandi: Opið mánudag – fimmtudags frá kl. 06:30 – 22:00 Opið á föstudögum frá kl. 06:30 – 20:00 Opið á laugardögum frá kl. 08:00 – 18:00 Opið á sunnudögum frá kl. 08:00 – 17:00 / en athugið, í sumar verður opið til kl. 21 á sunnudögum. Vinsamlegast fylgist með auglýsingum í mannvirkinu […]