Korthafar í Grindavík athugið

Gym heilsa og Grindavíkurbær hafa ákveðið að endurgreiða öllum þeim sem eiga líkamsræktarkort hjá Gym heilsu í Grindavík. 

Gym heilsa og Grindavíkurbær ákváðu í kjölfar rýmingar 10. nóvember að frysta öll líkamsræktarkort og hugmyndin var að lengja kortin jafn langt og lokunin stæði yfir líkt og gert var í covid faraldrinum. Með tillit til núverandi stöðu í bænum hefur Gym heilsa og Grindavíkurbær ákveðið að endurgreiða öllum sínum viðskiptavinum það hlutfall sem eftir var af þeirra líkamsræktarkortum. 

Til þess að fá endurgreiðslu þarf að senda póst á joi@grindavik.is

Fullt nafn

Kennitala

Heimilisfang

Hvenær kortið var keypt um það bil 

Reikningsnúmer

Við viljum biðja viðskiptavini að senda beiðni um endurgreiðslu úr sama netfangi og er á samningnum við Gym heilsu.

Gym heilsa hefur fullan hug á að halda úti starfsemi í Grindavík þegar líf verður komið aftur í bæinn. Viðskiptavinir hafa fengið frían aðgang að öðrum líkamsræktarstöðvum Gym heilsu síðan bærinn var rýmdur þann 10. nóvember. 

Frá og með 11. mars hætta kort Gym heilsu meðlima i Grindavík að ganga á aðrar Gym heilsu stöðvar eins og hefur verið síðan 10. nóvember.

Opnunartími um jól og áramót

Álftaneslaug er opin á Þorláksmessu frá kl. 8:00-18:00 og aðfangadag frá kl. 8:00-11:30. Lokað er á jóladag og annan í jólum. Á gamlársdag er opið frá kl. 8:00-11:30 og lokað á nýársdag.

Hér fyrir neðan má sjá opnunartíma í Hafnarfirði.

Hér fyrir neðan má sjá opnunartíma í Vogum.

GYM heilsa í Grindavík

Kæru meðlimir GYM heilsu Grindavík.

Á þessum miklu óvissu tímum bjóðum við hjá GYM heilsu, meðlimum GYM heilsu í Grindavík að æfa endurgjaldslaust í stöðvum okkar í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Hafnarfirði.

Vinsamlegast framvísið aðgangskortum þegar mætt er, verið velkomin.

Kveðja, GYM heilsa.

Lokanir í ágúst

Suðurbæjarlaug er lokuð 14-19. ágúst og opnar aftur laugardaginn 20. ágúst. Meðlimir GYM heilsu í Hafnarfirði athugið að opið er í sund og GYM heilsu í Ásvallalaug. Vinsamlega nýtið ykkur það.

Í Álftaneslaug er lokað í sundlaug og potta en stefnt að opnun 17. ágúst. GYM heilsa er opin í Álftaneslaug eins og venjulega. Við minnum meðlimi GYM heilsu í Garðabæ á að opið er i sundlaug Garðabæjar og kortin ykkar gilda líka þar i sund.

Frábært verð á kortum

GYM heilsa er með frábært verð á árskortum sem gilda í líkamsrækt og sund í því sveitarfélagi sem það er keypt hjá. Sjá nánar í verðskrá fyrir hvern stað.

Verið velkomin. Kveðja frá starfsfólki GYM heilsu.

Verkfall búið, allt opið!

Nú er verkfalli BSRB lokið og því allar stöðvar okkar opnar á ný.

Gleðilegt sumar, með kveðju frá starfsfólki GYM heilsu.

Opnum í Ásvallalaug

Í tilefni af opnun GYM heilsu í Ásvallalaug, þá verðum við með opið hús í nýju heilsuræktinni í Ásvallalaug, laugardaginn 30. október frá kl. 11:00 – 13:00.

Verið velkomin að skoða nýja og glæsilega aðstöðu GYM heilsu.

 

 

Tilboð á árskortum

Nú eru árskort í líkamsrækt og sund á tilboðsverði til og með 12. október 2021 á öllum okkar stöðvum (vinsamlegast hafið samband við þá sundlaug sem þið viljið kaupa kort hjá, fyrir frekari upplýsingar).

Við minnum á að kort keypt í Hafnarfirði, gilda í allar sundlaugar bæjarins og ræktina í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug en stefnt er á að opna ræktina í Ásvallalaug síðla í október.

 

GYM heilsa opnar í Ásvallalaug

GYM heilsa og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag, 5. júlí 2021, undir samning um rekstur GYM heilsu í Ásvallalaug. Allir meðlimir í Hafnarfirði geta því æft og farið í sund bæði í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug í haust (nákvæm dagsetning hvenær stöðin opnar liggur ekki fyrir).

Ásvallalaug var vígð 6. september 2008 í Vallahverfi í Hafnarfirði. Sundmiðstöðin er ein sú stærsta á landinu eða um 6.000 m².