Fréttir
Page 1 of 41234

Opnum aftur

Mánudaginn 18. maí opna sundlaugarnar aftur. Miklar endurbætur eru í gangi í Suðurbæjarlaug og því opnar þar viku síðar eða mánudaginn 25. maí (Gym heilsu meðlimir í Hafnarfirði hafa aðgang að Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar sem opna báðar 18. maí). Gym heilsa opnar svo stöðvarnar 25. maí, hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja, starfsfólk.

Tímabundin LOKUN

Við hjá GYM heilsu förum að sjálfsögðu eftir fyrirmælum Almannavarna og lokum öllum okkar heilsuræktum á morgun þriðjudaginn 24. mars. Sundlaugarnar loka einnig. Stefnt er að opnun aftur 13. apríl eins og gefið hefur verið út en það getur breyst fyrirvaralaust. Farið varlega.  Kveðja, GYM heilsa.

COVID-19 tilmæli

    Covid 19 frekari tilmæli Kæru GYM heilsu meðlimir athugið. Við biðjum ykkur vinsamlegast að fara eftir tilmælum yfirvalda þar sem mælst er til þess að halda ca. 2 metra fjarlægð á milli fólks (þess vegna eru ekki öll þrektæki í notkun). Gott er að vera í hönskum/grifflum þegar æft er. Hóstið/hnerrið í pappír […]

20 ár í Suðurbæjarlaug

GYM heilsa fagnar 20 ára starfsafmæli í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Af því tilefni bjóðum við frábært afmælistilboð, sem gildir til og með mánudagsins 11. mars 2019. Árskort í líkamsrækt og sund á aðeins 35.990 kr. Sjá nánar í auglýsingu hér fyrir neðan.    

Álftaneslaug – breytingar

GYM heilsa og bæjaryfirvöld Garðabæjar hafa ákveðið að breyta starfssemi GYM heilsu í Álftaneslaug. Munu breytingarnar taka gildi í september 2018. Með breytingunum eykst þjónusta við meðlimi. Hóptímar verða í boði og verða þeir síðla dags. (nákvæm dagsetning og tímatafla auglýst síðar). Í boði verður m.a. Yoga, stöðvarþjálfun, core o.fl. Aðgangur að hóptímum er innifalinn í verði korts.      

Lengri opnunartími í Suðurbæjarlaug

Þann 2. maí 2018 breytist opnunartími Suðurbæjarlaugar og verður eftirfarandi: Opið mánudag – fimmtudags frá kl. 06:30 – 22:00 Opið á föstudögum frá kl. 06:30 – 20:00 Opið á laugardögum frá kl. 08:00 – 18:00 Opið á sunnudögum frá kl. 08:00 – 17:00 / en athugið, í sumar verður opið til kl. 21 á sunnudögum. Vinsamlegast fylgist með auglýsingum í mannvirkinu […]

Velkomin í GYM heilsu árið 2017

Takk fyrir árið 2016 kæru meðlimir og verið velkomin ásamt öllum öðrum í GYM heilsu árið 2017. Í janúar eru glæsileg tilboð á árskortum í líkamsrækt og sund í gangi á öllum okkar stöðvum. Verið velkomin að nýta ykkur tilboðin. Kveðja, starfsfólk GYM heilsu.  

Korthafar í Kópavogi athugið

Kæru GYM heilsu meðlimir í Kópavogi athugið. Kópavogsbær hefur ákveðið að hætta samstarfi við GYM heilsu og því hefur GYM heilsa neyðst til að loka stöðvunum. Þar sem GYM heilsa þurfti að rýma stöðvarnar með mjög litlum fyrirvara og ljóst að fyrirtækið fær ekki að uppfylla kort meðlima GYM heilsu eftir 1. júní í sundlaugarmannvirkjum […]