GYM heilsa (áður Nautilus/Actic) rekur fimm heilsuræktarstöðvar á Íslandi tengdar sundlaugum. Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kennitölu frá upphafi (630997-2329). Fyrsta stöðin var opnuð af sænskum aðilum árið 1997 í Sundlaug Kópavogs. Sumarið 2013 var fyrirtækið selt þeim Kjartani Má Hallkelssyni og Guðrúnu Benediktsdóttur en þau ásamt fjölskylduaðilum þeirra beggja hafa rekið fyrirtækið á Íslandi frá 1997/1998. Vegna eigendaskiptanna skipti fyrirtækið um nafn um áramót 2013/2014 og heitir nú GYM heilsa.

 

1997  Fyrsta stöðin opnar í Sundlaug Kópavogs

1999  Önnur stöðin opnar í Suðurbæjarlaug Hafnarfirði

2005  Þriðja stöðin opnar í Salalaug Kópavogi

2006  Fjórða stöðin opnar í Álftaneslaug

2007  Stöðvar opna í Sundhöll Vestmannaeyja og Sundlauginni í Vogum

2008  Aðstaðan í Sundlaug Kópavogs stækkar til muna og hóptímar byrja

2009  Stöðvar opna í Sundhöll Selfoss og Sundlauginni á Hellu

2010  Aðstaðan í Suðurbæjarlaug stækkar mikið og hóptímar byrja

2010  Níunda stöðin opnar í Sundlauginni í Vík

2011  Tíunda stöðin opnar í Sundlauginni í Grindavík

2013  Sænskir aðilar selja fyrirtækið og íslensku eigendurnir eignast það 100%

2015  Gym heilsa hættir rekstri í Sundhöll Selfoss og í Vestmannaeyjum

2016  Gym heilsa hættir rekstri í Salalaug og Sundlaug Kópavogs

2018  Gym heilsa hættir rekstri á Hellu og í Vík

2021  Gym heilsa opnar í Ásvallalaug Hafnarfirði

2022  Gym heilsa fagnar 25 ára afmæli, rekið a sömu kennitölu frá upphafi

 

GYM heilsa leggur áherslu á að verð á kortum sé sem ódýrast þannig að allir sem vilja hugsa um heilsuna eigi kost á því. Öll kort gilda í líkamsrækt og sund í því sveitarfélagi sem þau eru keypt í. GYM heilsa greiðir sveitarfélögunum fyrir sundaðgang og leigu af því plássi sem fyrirtækið hefur afnot af. Allir meðlimir GYM heilsu geta pantað sér tíma með þjálfara til að læra á tækin og fá sérsniðna æfingaáætlun. Þjálfarar eru einnig til taks í salnum (misjafnt eftir stöðvunum hversu mikið þeir eru við) þannig að hægt er að leita til þeirra til að fá aðstoð, nýja æfingaáætlun o.s.frv. Hjá GYM heilsu viljum við að fólki líði vel þegar það æfir og að fólk fái æfingaáætlun sem hentar hverjum og einum. Vertu velkomin til okkar hjá GYM heilsu, við tökum vel á móti þér.