Kæru GYM heilsu meðlimir í Kópavogi athugið.

Kópavogsbær hefur ákveðið að hætta samstarfi við GYM heilsu og því hefur GYM heilsa neyðst til að loka stöðvunum.

Þar sem GYM heilsa þurfti að rýma stöðvarnar með mjög litlum fyrirvara og ljóst að fyrirtækið fær ekki að uppfylla kort meðlima GYM heilsu eftir 1. júní í sundlaugarmannvirkjum bæjarins, hefur fyritækið unnið hörðum höndum til að finna úrræði fyrir korthafa sem eru með gild kort  framyfir 1. júní. Það eru því mikil gleðitíðindi að tilkynna að  náðst hefur samkomulag við Sporthúsið varðandi framhaldið. Meðlimir GYM heilsu í Kópavogi sem eru með gild kort eftir 1. júní 2016 fá því kort sín uppfyllt í Sporthúsinu. Nóg er að mæta í Sporthúsið til fá kortið virkjað þar.

GYM heilsa er virkilega ánægt að geta boðið meðlimum GYM heilsu að klára kort sín í Sporthúsinu þar sem aðstaða er öll hin glæsilegasta og gríðarlegt úrval hóptíma og nýrra tækja er í boði. Þrátt fyrir að kortaverð í Sporthúsinu sé hærra en GYM heilsa hefur verið að bjóða þá þurfa meðlimir GYM heilsu ekki að borga neinn mismun hvað kortin varðar en vissulega er ekki sundlaug á staðnum.

Þeir aðilar sem hafa sett sig í samband við Sporthúsið en geta ekki nýtt sér nein af þeim úrræðum sem Sporthúsið býður upp á til að fá kort sín uppfyllt og vilja fá kortin uppfyllt á annan hátt, er vinsamlegast bent á að koma á skrifstofu GYM heilsu, Suðurlandsbraut 48, 2.hæð (inngangur við hliðina á Spilavinum), opið er virka daga 10-12 og 13-15. Skrifstofan verður lokuð vegna sumarfría dagana  9.-10. júní og frá 1. júlí fram til 15. ágúst. Nauðsynlegt er að koma með afrit af samningi / samningsnúmerið og persónuskilríki. Ekki verður tekið við beiðnum í gegnum tölvupóst eða  gegnum síma eða á annan hátt. Við vekjum athygli á að úrlausn mála getur tekið einhvern tíma en unnið verður  eins hratt og hægt er.

Kveðja, f.h. GYM heilsu, Kjartan Már Hallkelsson rekstrarstjóri

 

Comments are disabled.