Á stöðvum okkar í Hafnarfirði bjóðum við þeim sem eru 60 ára og eldri að kaupa árskort á svipuðu verði og hálfsárskort kosta almennt. Mæta þarf fyrir klukkan 15 á daginn en ekki er hægt að fara inn í ræktina eftir þann tíma. Við bjóðum upp á leiðsögn með þjálfara sem kennir á tækin og útbýr sérsniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn. Síðustu ár hafa fjölmargir aðilar nýtt sér þessi kort enda margir sem komast í ræktina fyrri part dagsins þegar þægilegt er að æfa.

Verð á árskortum fyrir 60 ára og eldri er hægt að sjá í verðskrá.

Fyrir þá sem vilja prufa og skoða málin, þá bjóðum við ykkur að hringja í GYM heilsu (Kjartan 866 3084) og panta prufutíma undir leiðsöng þjálfara til að kynna ykkur aðstöðuna hjá okkur. Verið velkomin, við tökum vel á móti ykkur.