Nautilus aðferðin

Milljónir manna um heim allan æfa eftir Nautilus aðferðinni (high intensity training) á degi hverjum. Allir sem æfa hjá GYM heilsu læra aðferðina í fyrsta tíma og fá kennslu á tækin og uppsetta sérsniðna æfingaáætlun.

Nautilus tækin hafa þá sérstöðu að hafa Nautilus skelina innanborðs en hún gerir það að verkum að þegar lyft er í tækjunum þá breytist mótstaðan og átakið helst því jafnt allan hreyfiferilinn (= isotonisk dynamisk variable resistance). Þetta gerist hins vegar ekki þegar æft er t.d. með lausum lóðum en þá er mótstaðan t.d. í bekkpressu mest í byrjun hreyfingar á leiðinni upp en verður svo auðveldari þegar líður á lyftuna. Nautilus skelin gerir því sérhverja lyftu í tækjunum erfiðari og áhrifaríkari og því næst þessi góði árangur með Nautilus aðferðinni. Nautilus æfingaaðferðin er þar af leiðandi gríðarlega áhrifarík, sérstaklega m.v. þann tíma sem notaður er í að æfa (30-45mín).

Í þolþjálfun er mælt með að æfa í 15-30 mínútur með álagið 70-85% af hámarkspúlsi (hámarkspúls er 220-aldur). Í styrktarþjálfun er mælt með að fara einu sinni í hvert tæki. Farið er í 8-12 tæki á æfingunni og endurtekningarnar í hverju tæki eru á bilinu 8-15 og nota skal 70-85% þyngd af hámarksþyngd. Síðustu 2-3 lyfturnar í sérhverju tæki eiga að reyna það vel á að ekki sé unnt að framkvæma fleiri. Þegar þyngt er í tækjunum er gott að auka við um c.a. 5% í einu.

Þegar lyft er í tækjunum er alltaf sama aðferðin notuð. Hver lyfta tekur um 6 sek., þ.e. 2 sek. í byrjun átaks = vöðvi styttist, stoppa svo 1 sek og svo 4 sek. á bakaleiðinni = vöðvi lengist. Styrktarþjálfunin tekur því yfirleitt um 30-45 mínútur. Teygt er á vöðvunum í lokin í a.m.k. 5-10 mínútur.

Mælt er með að æfa 2-3 sinnum í viku til að halda sér í formi og hugsa um heilsuna. Munið að hvíldin er gríðarlega mikilvæg og því er ekki æskilegt að lyfta 2 daga í röð á sömu vöðvahópana.

Þjálfun með Nautilus aðferðinni hentar öllum og tekur ekki langan tíma en sá tími skilar sér m.a. í eftirfarandi: Þú færð kröftugri vöðva og sterkari bein, sinar og liðbönd. Meiðslahættan er í lágmarki og liðleikinn eykst. Þú verður sterkari og brennslan verður hraðari. Þolið batnar og þér líður betur.

Rannsóknir sýna að þegar Nautilus aðferðin er notuð til að styrkja sig þá fær maður jafn mikla styrktaraukningu út úr æfingunum þegar maður gerir hverja æfingu einu sinni vel = eitt gott gæðasett, eins og að gera hverja æfingu 2-3 sinnum ekki eins vel. Það er því skiljanlegt að fleiri og fleiri nýti sér Nautilus aðferðina til að halda sér í formi.

 

Saga Nautilus

Bandaríkjamaður að nafni Arthur Jones var mjög áhugasamur um heilsurækt á fyrri hluta 20. aldar. Árið 1930 hóf hann að þróa sérstök tæki til þjálfunar. Fyrsta Nautilus tækið bjó hann til í Tulsa í Oklahóma árið 1948, svokallað “super pullower”. Hann hélt áfram þróun á líkamsræktartækjum og árið 1970 kom fyrsta Nautilus tækið á markað. Alla tíð síðan hafa tækin verið í stöðugri þróun.

Nautilus hefur það umfram aðra framleiðendur líkamsræktartækja að hafa þróað sérstaka æfingaaðferð (Nautilus aðferðin) til að allir þeir sem nota tækin fái sem mest út úr æfingunum. Nautilus aðferðin hentar öllum og allir meðlimir GYM heilsu læra aðferðina hjá þjálfara í fyrsta sinn sem þeir koma í GYM heilsu.

Nautilus tækin eru framleidd í Bandaríkjunum og til frekari fróðleiks um þau bendum við á heimasíðu Nautilus:  www.nautilus.com