Lokað í Suðurbæjarlaug 10.-14. ágúst

Lokað verður í Suðurbæjarlaug dagana 10.-14. ágúst vegna viðhaldsverkefna og opnar aftur laugardaginn 15. ágúst. Við minnum á að hægt er að æfa í stöðvunum í Kópavogi gegn greiðslu aðgangseyris í sund.

Kveðja, starfsfólk.

Hópatímar í sumarfríi

Hóptímar hjá GYM heilsu eru komnir í sumarfrí og ný stundaskrá verður auglýst um miðjan ágúst.

Gleðilegt sumar, starfsfólk GYM heilsu.

Opið 17. og 19. júní

Opið verður í Sundlaug Kópavogs og Salalaug þann 17. júní frá kl. 8:00-18:00. Þann 19. júní loka mannvirkin kl. 12:30.

Verið velkomin, starfsfólk GYM heilsu.

 

Ný glæsileg heilsurækt í Grindavík

Ný glæsileg og endurbætt heilsuræktarstöð opnar í Grindavík föstudaginn 5. júní. Af því tilefni er opið hús hjá GYM heilsu í Grindavík, fimmtudaginn 4. júní milli kl. 17:00 og 18:30 fyrir þá sem vilja skoða stöðina

Opnunartilboð GYM heilsu af þessu tilefni er árskort í líkamsrækt og sund á aðeins 35.990 kr. Tilboðið gildir dagana 4.-8. júní 2015.

Verið velkomin, starfsfólk GYM heilsu.

 

Opnunartímar á frídögum í apríl / maí

Kópavogsbær og GYM heilsa hafa stóraukið opnunartíma í sundlaugum bæjarins á árinu 2015. Nú er opið nær alla daga ársins (a.m.k. í annarri sundlauginni).

Páskaopnun o.fl. dagar 2015 í Sundlaugum Kópavogs og Hafnarfirði.

Salalaug Sundlaug Kópavogs Suðurbæjarlaug
2. apríl – skírdagur kl. 8-18 Lokað kl. 8-17
3. apríl – föstud. Langi Lokað kl. 8-18 Lokað
4. apríl – laugardagur kl. 8-18 kl. 8-18 kl. 8-18
5. apríl – páskadagur Lokað kl. 8-18 Lokað
6. apríl – annar í páskum kl. 8-18 Lokað kl. 8-17
23. apríl – sumard. fyrsti kl. 8-18 kl. 8-18 kl. 8-17
1. maí kl. 8-18 Lokað Lokað
14. maí – uppstigningad. Lokað kl. 8-18 ÓVÍST
24. maí – hvítasunnud. kl. 8-18 kl. 8-18 ÓVÍST
25. maí kl. 8-18 kl. 8-18 ÓVÍST

 

Ath. Hóptímar í Sundlaug Kópavogs og Suðurbæjarlaug falla niður á rauðum dögum. Páskahelgina 2. apríl til og með 6. apríl falla allir hóptímar niður í báðum sundlaugum alla dagana nema eftirfarandi:

Laugardaginn 4. april verða eftirfarandi tímar í Sundlaug Kópavogs:

Kl. 10:15  Spinning

Kl. 11:15  Zumba

Og í Suðurbæjarlaug verður spinning kl. 10:30

 

Kortin langódýrust hjá GYM heilsu

Samkvæmt verðkönnun DV um miðjan janúar eru árskortin hjá GYM heilsu langódýrust. Í könnuninni kemur fram að árskortin í Kópavogi (sem nú eru á tilboðsverði á aðeins kr. 37.990,-) eru tugum þúsunda ódýrari en hjá samkeppnisaðilum GYM heilsu. Það er því ljóst að neytendur geta sparað sér háar fjárhæðir með því að velja GYM heilsu.

gymheilsa.is (11)

Vegna ummæla Björns í WC

Yfirlýsing eigenda Gym heilsu vegna ummæla Björns Leifssonar

Eigendur Gym heilsu sjá sig knúna til að leiðrétta rangfæslur Björns Leifssonar eigenda World Class í viðtali við Kfrettir.is þann 12.04.14, viðtalið er einnig á heimasíðu worldclass.is.

Í viðtalinu talar Björn um að viðskiptavinir World Class séu að niðurgreiða rekstur Gym heilsu í sundlaugum Kópavogs. Slíkt er að sjálfsögðu alrangt. Hann fullyrðir einnig að Gym heilsa ætli sér að hækka verð á kortum verulega  og að verðmunur á korti Gym heilsu og World Class verði einungis um 1000 kr. á mánuði. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt og afar alvarlegt mál að Björn sé að breiða út slík ósannindi til Kópavogsbúa og viðskiptavina Gym heilsu.

Gym heilsa hefur verið rekið á sömu kennitölu frá stofnun fyrirtækisins árið 1997. Fyrirtækið er 100% í eigu íslenskra aðila. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að gefa öllum þeim sem vilja stunda líkamsrækt og sund við bestu mögulegu aðstæður, tækifæri á því óháð efnahag. Þetta fyrirkomulag hefur verið afar farsælt fyrir alla aðila.

Gym heilsa býður verð á árskortum sem enginn annar á markaðnum býður og því er ljóst að ef fyrirtækið verður ekki áfram með rekstur í sundlaugum bæjarins, þá þýðir það tugþúsunda hækkun á kortum fyrir neytendur.

Kveðja,  f.h. Gym heilsu

Kjartan Már Hallkelsson og Guðrún Benediktsdóttir eigendur Gym heilsu

Yfirlýsing vegna útboðs í Kópavogi

 

Yfirlýsing eigenda Gym heilsu vegna útboðs í sundlaugum Kópavogs

Gym heilsa hefur verið rekið á sömu kennitölu frá stofnun fyrirtækisins árið 1997. Fyrirtækið er 100% í eigu íslenskra aðila. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að gefa öllum þeim sem vilja stunda líkamsrækt og sund við bestu mögulegu aðstæður tækifæri á því óháð efnahag. Þetta fyrirkomulag hefur verið afar farsælt fyir alla aðila, Kópavogsbæ, Gym heilsu og ekki síst neytendur.

Nú er í gangi útboð varðandi rekstur beggja heilsuræktanna í sundlaugum Kópavogs. Kópavogsbær hefur 6 vikur frá opnun útboðsgagna til að tilkynna um niðurstöðurnar (það verður væntanlega í maí byrjun). Gym heilsa vonar sannarlega að niðurstaðan verði neytendum í hag og þeir muni áfram hafa fjölbreytta valmöguleika varðandi líkamsrækt og heilbrigða samkeppni á markaðnum. Gym heilsa býður verð á árskortum sem enginn annar á markaðnum getur boðið og því er ljóst að ef fyrirtækið verður ekki áfram með rekstur í sundlaugum bæjarins þá þýðir það tugþúsunda hækkun á kortum fyrir neytendur.

Gym heilsa hefur fengið ómetanlegan stuðning frá ykkur kæra fólk í þessari baráttu og kunnum við ykkur bestu þakkir fyrir. Gym heilsa mun halda áfram baráttunni með ykkur á fullum krafti á heiðarlegan og  lögmætan hátt.

Kveðja,  f.h. Gym heilsu

Kjartan Már Hallkelsson og Guðrún Benediktsdóttir eigendur Gym heilsu

Til viðskiptavina í Kópavogi

Gym heilsa er með samning um rekstur heilsuræktarstöðvanna í sundlaugum Kópavogs til 1. mars 2015. Bæjarfélagið er skyldugt til að bjóða út reksturinn á X ára fresti og mun því hafa útboð fljótlega varðandi reksturinn. Gym heilsa getur því ekki selt kort sem gilda lengur en til 1. mars 2015 á meðan óvissa ríkir um framhaldið.

Gym heilsa mun sækjast eftir því að halda áfram rekstri í báðum sundlaugunum í Kópavogi.

 

Verðskrá í mars 2014 verður því eftirfarandi:

Verð á korti Endurnýjun Hjónakort 60 plús, gilda fyrir kl 15:00 Grunnskólakort
38.990 kr. 32.990 kr. 69.980 kr. 27.490 kr. 23.990 kr.

 

Kort keypt í mars 2014 gilda í 11. mánuði frá útgáfudegi.

Gym heilsa biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum í Kópavogi.