Reglur varðandi hóptíma

1) Salurinn opnar c.a. 5 mínútum áður en tíminn byrjar. Fyrstur kemur, fyrstur fær aðgang að tímum, ekki er heimilt að halda plássi fyrir aðra.

2) Nauðsynlegt er að koma með hreint handklæði með sér í alla tíma og gott er að koma með vatnsflösku. ATH þjálfari veitir þér ekki aðgang að tímanum ef þú ert ekki með hreint handklæði (það þarf að vera a.m.k 1 m á lengd og 40 cm á breidd).

3) Stundatafla getur breyst án fyrirvara. Eins geta tímar fallið niður án fyrirvara.

4) Klæðist hreinum íþróttafatnaði og íþróttaskóm, bannað að vera berfætt(ur).

5) Vinsamlegast farið eftir fyrirmælum þjálfara.

6) Verum skynsöm þannig að ef okkur líður illa, finnum fyrir svima eða vanlíðan þá hættum við allri áreynslu strax.