Suðurbæjarlaug lokar mánudaginn 10. júní vegna viðhaldsverkefna og áætlað er að lokað verði í 2 vikur. GYM heilsu meðlimir hafa aðgang að Sundhöll Hafnarfjarðar og Ásvallalaug.

Mánudaginn 10. júní opnar nýr auka salur i kjallara Ásvallalaugar fyrir meðlimi GYM heilsu en þar verður fjöldi nýrra tækja og lóða. Salurinn er kærkomin viðbót við núverandi aðstöðu en þar verður m.a. hægt að nota Smith-vél, hip-thrust, hnébeygju, dead-lyft o.fl.

Verið velkomin, með kveðju frá GYM heilsu.

Comments are disabled.