Leiðbeinandi opnar salinn um 10 mínútum áður en hver tími byrjar. Það er ekki hægt að bóka sig í spinning tíma og gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær„. Ekki er heimilt að taka frá pláss fyrir aðra í röð.

Í Spinningsalnum eru hjól fyrir 35 manns. Tímar geta fallið niður með litlum fyrirvara t.d. ef veikindi koma upp.

Hver og einn getur stillt álag sitt í spinningtímum. Við hvetjum alla til að prófa, því það er gaman í spinning. Hver tími er 45 eða 60 mínútur auk þess sem gerðar eru teygjuæfingar. Um leið og Spinningsalurinnn opnar þá er hægt að byrja að hjóla og hita upp. Við leggjum áherslu á góða þjónustu á góðu verði fyrir iðkendur Gym Heilsu og er spinning og aðrir hóptímar án endurgjalds fyrir korthafa Gym Heilsu.

Nauðsynlegt er að taka með sér hreint handklæði, vatnsbrúsa og vera í hreinum íþróttafatnaði í tímunum.

Nánari upplýsingar um tímana er hægt að fá hjá starfsfólki Gym Heilsu og með því að senda tölvupóst.

 

timatafla_kopavogur_september_2013

 

spinning-1

 

Nánari upplýsingar um alla hóptíma hjá Gym Heilsu er að finna hér.