Gluteus medius (GM) er lítill vöðvi sem minnir á blævæng. Breiði hlutinn festist á utanverðan mjaðmaspaðan en sinin þ.e.mjói hlutinn festist á toppinn eða hnjóskinn á lærleggnum. Þessi litli vöðvi gegnir því mikilvæga hlutverki að halda okkur beinum þegar við stöndum í annan fótinn, sér í lagi á göngu og passar að mjöðmin sveiflast ekki út til hliðar. Ef þessi vöðvi verður of langur eða máttlítill geta ýmis vandamál farið að láta á sér kræla. Margir íþróttamenn hafa fallið úr leik af hans völdum,því að til hans hafa menn rakið meiðsl á; fremra krossbandi, “hlauparahné”(iliotibial band syndrome), verki á bakvið hnéskel (patellafemoral pain), ökklameiðsl og bólgur á hælsin.(achilles tendinotathy) ¹.
En hvað veldur því að hann verður of langur,slakur og máttlaus? Hægt er að telja upp allavega þrjár algengar ástæður fyrir því:
Læknisfræðilegar:Tognun eða slit á snúningsvöðvum mjaðma,eða meðfætt liðhlaup í mjöðm.
Vani: Að hafa þungann alltaf á sama fæti í hvíldar stöðu og skjóta mjöðminni út til hliðar. Þannig slaknar og lengist á GM og aðfærsluvöðvarnir í innanverðu lærinu styttast.
Svefnvenjur: Að sofa alltaf á sömu hlið og hafa efri fótinn beygðan, liggjandi framfyrir neðra hnéð. Þannig liggja menn löngum stundum og því lengist á GM og hann veikist (gott er að hafa kodda á milli fóta til að koma í veg fyrir þetta).
Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Brasilíu, létu vísindamenn hóp fólks sem var með verki á bak við hnéskelina gera sérhæfðar æfingar fyrir hliðlæga snúningsvöðva mjaðma og fráfærsluvöðva mjaðma (þ.m.t. GM) samhliða styrktaræfingum fyrir framanlærisvöðva í sex vikur. Samanburðarhópurinn (líka með verki undir hnéskel) framkvæmdi bara æfingar fyrir framanlærisvöðva,líka í sex vikur. Niðurstöður sýndu greinanlegan mun á lífskjörum og minni verki hjá hópnum sem framkvæmdi sérhæfðu æfingarnar ².
Önnur rannsókn sýndi fram á samband máttlítilla GM og verkja í hæl. Rannsakendur fundu það út að langhlauparar sem voru með þrálátar bólgur í hælsin voru með skemmri hreyfiferil í hné (frá því að hæll kemur í jörð og að miðstöðu). Eins var áberandi hve seint kviknaði á þeim vöðva (tibialis anterior) sem átti að bremsa fremri hluta fótar af við að mæta undirfletinum. GM og beini lærvöðvinn voru líka með lélegri virkni samkvæmt vöðvriti eftir að hællinn kom í jörðina hjá þeim sem voru slæmir af hælsina bólgum. Þessar niðurstöður benda á að breyting á liðferlum hnés og léleg starfsemi í ofan greindum vöðvum séu tengd hælsina bólgum í langhlaupurum. Það kom einnig fram í þessari rannsókn að með því að styrkja GM var hægt að minnka þá verki sem fylgja þessari sinabólgu. Þannig að sjá má á þessu að aukalegar styrktaræfingar fyrir GM er bara til góða fyrir alla þá sem stunda hlaup eða íþróttagreinar sem leggja mikið upp úr hlaupum.
1. Strength & Conditioning Journal:
October 2008 – Volume 30 – Issue 5 – pp 41-53
Gluteus Medius: Applied Anatomy, Dysfunction, Assessment, and Progressive Strengthening
Presswood, Laura1; Cronin, John PhD2,3; Keogh, Justin W L PhD3; Whatman, Chris MAppSc3
2. Clin Rehabil 2008; 22; 1051
The effect of additional strengthening of hip abductor and lateral rotator muscles inpatellofemoral pain syndrome:
a randomized controlled pilot study
Rodrigo Bezerra de Menezes Reiff and Fábio Viadanna Serrão
Theresa Helissa Nakagawa, Thiago Batista Muniz, Rodrigo de Marche Baldon, Carlos Dias Maciel,
3. Br J Sports Med 2009 Apr;43(4):288-92. Epub 2008 Oct 23.
Biomechanical variables associated with Achilles tendinopathy in runners.
Azevedo LB, Lambert MI, Vaughan CL, O’Connor CM, Schwellnus MP.