GYM heilsa og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag, 5. júlí 2021, undir samning um rekstur GYM heilsu í Ásvallalaug. Allir meðlimir í Hafnarfirði geta því æft og farið í sund bæði í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug í haust (nákvæm dagsetning hvenær stöðin opnar liggur ekki fyrir).

Ásvallalaug var vígð 6. september 2008 í Vallahverfi í Hafnarfirði. Sundmiðstöðin er ein sú stærsta á landinu eða um 6.000 m².

Comments are disabled.