Hóptímar falla niður 3-5 apríl

Starfsmenn Gym heilsu verða á FIBO, stærstu heilsuræktarsýningu heimsins sem haldin er ár hvert í Þýskalandi, dagana 3-5 apríl 2014. Við verðum því að fella niður alla hóptíma í Sundlaug Kópavogs og Suðurbæjarlaug þessa daga. Vonum að þið sýnið þessu skilning kveðja, starfsfólk Gym heilsu.

Til viðskiptavina í Kópavogi

Gym heilsa er með samning um rekstur heilsuræktarstöðvanna í sundlaugum Kópavogs til 1. mars 2015. Bæjarfélagið er skyldugt til að bjóða út reksturinn á X ára fresti og mun því hafa útboð fljótlega varðandi reksturinn. Gym heilsa getur því ekki selt kort sem gilda lengur en til 1. mars 2015 á meðan óvissa ríkir um framhaldið.

Gym heilsa mun sækjast eftir því að halda áfram rekstri í báðum sundlaugunum í Kópavogi.

 

Verðskrá í mars 2014 verður því eftirfarandi:

Verð á korti Endurnýjun Hjónakort 60 plús, gilda fyrir kl 15:00 Grunnskólakort
38.990 kr. 32.990 kr. 69.980 kr. 27.490 kr. 23.990 kr.

 

Kort keypt í mars 2014 gilda í 11. mánuði frá útgáfudegi.

Gym heilsa biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum í Kópavogi.

 

Nafnaskipti

Gym heilsa er nýtt nafn á heilsuræktarstöðvum sem áður báru nafnið Actic/Nautilus. Á þessum tímamótum höfum við tekið í notkun nýja vefsíðu fyrirtækisins. Rétt er að ítreka að nafnaskiptin koma til vegna réttindamála og er fyrirtækið eftir sem áður rekið á sömu kennitölu og frá upphafi.

Verið velkomin í frían prufutíma hjá okkur.

Með kveðju,

Starfsfólk Gym heilsu.