Fréttir
Page 2 of 41234

Velkomin í GYM heilsu árið 2017

Takk fyrir árið 2016 kæru meðlimir og verið velkomin ásamt öllum öðrum í GYM heilsu árið 2017. Í janúar eru glæsileg tilboð á árskortum í líkamsrækt og sund í gangi á öllum okkar stöðvum. Verið velkomin að nýta ykkur tilboðin. Kveðja, starfsfólk GYM heilsu.  

Korthafar í Kópavogi athugið

Kæru GYM heilsu meðlimir í Kópavogi athugið. Kópavogsbær hefur ákveðið að hætta samstarfi við GYM heilsu og því hefur GYM heilsa neyðst til að loka stöðvunum. Þar sem GYM heilsa þurfti að rýma stöðvarnar með mjög litlum fyrirvara og ljóst að fyrirtækið fær ekki að uppfylla kort meðlima GYM heilsu eftir 1. júní í sundlaugarmannvirkjum […]

GYM heilsa – Sporthúsið

Innilegar þakkir kæru meðlimir   Kæru GYM heilsu meðlimir í Kópavogi. GYM heilsa hefur verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að þjónusta ykkur frá árinu 1997 í sundlaugum bæjarins. Kópavogsbær hefur ákveðið að hætta samstarfi við GYM heilsu og því loka stöðvarnar í Sundlaug Kópavogs (þann 23. maí) og í  Salalaug (þann 30. maí). GYM […]

Lokað 8.-20. ágúst í Suðurbæjarlaug

Lokað verður dagana 8.-20. ágúst í Suðurbæjarlaug vegna viðhaldsverkefna en korthafar þar geta farið í sund í Ásvallalaug Hafnarfirði eins og vanalega. Korthafar geta einnig æft í GYM heilsu Álftaneslaug þessa daga. Uppfært: Áður var talið að hægt væri að opna fyrr en því seinkar til 20. ágúst.

Takk fyrir allt saman kæru meðlimir

GYM heilsa hættir rekstri í Salalaug og Sundlaug Kópavogs 1. júní 2016 Niðurstaða í dómsmáli GYM heilsu gegn Kópavogsbæ er GYM heilsu í óhag. GYM heilsa neyðist því til að hætta rekstri og tæma húsnæðin fyrir 1. júní 2016. Röskun mun verða á starfssemi GYM heilsu í kjölfarið (hóptímar munu hætta um miðjan maímánuð). Þeir […]

OPNUNARTÍMAR Á FRÍDÖGUM

   Sundlaug Kópavogs Salalaug Kópavogi Suðurbæjarlaug Hafnarfirði 24. mars / Skírdagur 8-18 8-18 8-17 25. mars / Föstudagurinn langi 10-18 10-18 Lokað 26. mars / Laugardagur f. páska 8-18 8-18 8-18 27. mars / Páskadagur Lokað 10-18 Lokað 28. mars / Annar í páskum 8-18 Lokað 8-17 21. apríl / Sumardagurinn fyrsti 8-18 8-18 8-17 […]

Stækkun á Hellu

Á Hellu er verið að tvöfalda stærð heilsuræktar GYM heilsu. Framkvæmdir ganga vel og það verður virkilega spennandi þegar allt verður tilbúið. Með stærri heilsurækt eykst fjölbreytnin og von er á fleiri tækjum strax og opnað verður að framkvæmdum loknum. Enn fleiri tæki og tól bætast svo við í vetur.