Nýr samningur í Grindavík

Grindavíkurbær og GYM heilsa hafa undirritað nýjan samning. Ný glæsileg heilsurækt opnar í febrúar 2015 í sundlaugarmannvirki bæjarins. Það eru því  spennandi tímar framundan hjá GYM heilsu og íbúum Grindavíkur.

GYM heilsa og Kópavogsbær semja

Samningi GYM heilsu og Kópavogsbæjar hefur verið framlengt til 1 júní 2016. GYM heilsa getur því aftur hafið sölu árskorta. GYM heilsa er með frábært tilboð á árskortum til  og með 22.sept, eða aðeins 35.990kr. Kortið gildir í líkamsrækt og sund bæði í Salalaug og Sundlaug Kópavogs, verið velkomin.

hóptímar að byrja

Hóptímar samkvæmt sumarstundaskrá byrja í Sundlaug Kópavogs mánudaginn 11. ágúst. Í Suðurbæjarlaug byrja tímarnir mánudaginn 18.ágúst en þar er sundsvæðið lokað en opið er í GYM heilsu, stefnt er að opna sundsvæðið 15. ágúst.

 

Verslunarmannahelgin Kópavogi

Á  laugardag og sunnudag verður opið frá 08-20.00 bæði í Salalaug og Sundlaug Kópvogs en á mánudag verður lokað í Salalaug en opið 08-18 í Sundlaug Kópavogs. Góða verslunarmannahelgi kveðja, starfsfólk GYM heilsu.

Ýmsar fréttir

þriðjudaginn 1 júlí verður Sundlaug Kópavogs lokuð en opið verður í heilsuræktinni. Athugið að ekki verður hægt að fara í sturtu þar sem heitavatnslaust verður í lauginni.

Minnum á að hóptímar fara í sumarfrí í Sundlaug Kópavogs frá og með föstudeginum 5 júlí og í Suðurbæjarlaug frá og með miðvikuudeginum 3 júlí.

Hóptímar byrja aftur í ágúst og verða vel auglýstir.

Starfsfólk GYM heilsu hvetur ykkur til að vera dugleg í sumar og æfa vel. Njótið sumarsins og haldið áfram að mæta vel í ræktina og einnig að hreyfa ykkur úti, það skilar árangri kveðja, starfsfólk.

Kópavogur frídagar

Uppstigningadagur 29. maí. Lokað í Sundlaug Kópavogs, opið í Salalaug 8-18.

Hvítasunnudagur  og annar í hvítasunnu 8-9 maí, opið í báðum laugum 8-18

17. júní lokað í báðum laugum.

 

Lokað á Selfossi 2-6 júní

Vegna viðhaldsverkefni í Sundhöll Selfoss verður mannvirkið lokað dagana 2-6. júní 2014. Minnum á að hægt er að nota aðrar Gym heilsu stöðvar gegn greiðslu aðgangseyris í sund á viðkomandi stað.

Nýtt útboð í Kópavogi

Bæjarlögmanni Kópavogs hefur verið falið að leita heimildar Samkeppniseftirlits að fresta útboði á líkamsrækt við sundlaugar Kópavogs á meðan bærinn hefur markað sér lýðheilsustefnu. Nýtt útboð taki svo mið af lýðheilsustefnu bæjarins svo bæjarbúar geti notið líkamsræktar á sem hagstæðasta verði.

Hóptímar falla niður 3-5 apríl

Starfsmenn Gym heilsu verða á FIBO, stærstu heilsuræktarsýningu heimsins sem haldin er ár hvert í Þýskalandi, dagana 3-5 apríl 2014. Við verðum því að fella niður alla hóptíma í Sundlaug Kópavogs og Suðurbæjarlaug þessa daga. Vonum að þið sýnið þessu skilning kveðja, starfsfólk Gym heilsu.