Opnum í Ásvallalaug

Í tilefni af opnun GYM heilsu í Ásvallalaug, þá verðum við með opið hús í nýju heilsuræktinni í Ásvallalaug, laugardaginn 30. október frá kl. 11:00 – 13:00.

Verið velkomin að skoða nýja og glæsilega aðstöðu GYM heilsu.

 

 

Tilboð á árskortum

Nú eru árskort í líkamsrækt og sund á tilboðsverði til og með 12. október 2021 á öllum okkar stöðvum (vinsamlegast hafið samband við þá sundlaug sem þið viljið kaupa kort hjá, fyrir frekari upplýsingar).

Við minnum á að kort keypt í Hafnarfirði, gilda í allar sundlaugar bæjarins og ræktina í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug en stefnt er á að opna ræktina í Ásvallalaug síðla í október.

 

GYM heilsa opnar í Ásvallalaug

GYM heilsa og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag, 5. júlí 2021, undir samning um rekstur GYM heilsu í Ásvallalaug. Allir meðlimir í Hafnarfirði geta því æft og farið í sund bæði í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug í haust (nákvæm dagsetning hvenær stöðin opnar liggur ekki fyrir).

Ásvallalaug var vígð 6. september 2008 í Vallahverfi í Hafnarfirði. Sundmiðstöðin er ein sú stærsta á landinu eða um 6.000 m².

Opnum aftur föstudaginn 16. apríl

Sundlaugar landsins opnuðu aftur 15. apríl og Gym heilsa 16. apríl en með miklum takmörkunum, þar sem farið er eftir nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra.

Nauðsynlegt er að skrá sig í tíma í afgreiðslu sundlauganna og fylgja fyrirmælum (sjá blað).

Verið velkomin.

 

 

 

 

GYM heilsa opnar aftur

Mánudaginn 18. janúar opnar GYM heilsa aftur stöðvarnar með miklum takmörkunum (sjá leiðbeiningar) í samræmi við gildandi reglugerðir heilbrigðisráðherra. Við biðjum ykkur að kynna ykkur reglurnar vel og virða þær, öðruvísi gengur þetta ekki upp. Nauðsynlegt er að skrá sig til að geta mætt og við minnum á að ekki er hægt að nota búningsklefa fyrir æfingu. Vinsamlegast mætið einungis 5 mínútum fyrir ykkar bókaða tíma. Í Suðurbæjarlaug er gengið inn í ræktina niður rampinn.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja, starfsfólk GYM heilsu.

 

 

Sundlaugar opna 10. desember

Kæru GYM heilsu meðlimir.

Nú hafa sundlaugarnar opnað aftur og því kærkomið að nýta sér það. Heilsuræktirnar verða áfram lokaðar þar til leyfi fæst til að opna þær aftur.

Kveðja, GYM heilsa.

Gym heilsa upplýsingar

Framkvæmdir í Suðurbæjarlaug ganga vel og búið er að opna útiklefa og útilaugina ásamt pottum. Ræktin er að sjálfsögðu opin.

Hóptímar eru hafnir í Grindavík og jóga byrjar í Álftaneslaug 22. september.

Við minnum á tilboð á árskortum, sem er í gangi til 7. október.

Verið velkomin.

Kveðja, Gym heilsa.