“Hefði ég átt að sjá þetta fyrir?” var ég spurður af manni á besta aldri sem var að jafna sig eftir sitt fyrsta hjartaáfall. Hann var grannur, reykti ekki og hafði verið mikið í íþróttum sem ungur maður. Það eina sem hann hafði af jákvæðum áhættuþáttum var mikil ættarsaga um kransæðasjúkdóma.
Ég svaraði honum þannig til að það væru til ýmis teikn sem gætu gefið til kynna hvort að einn einstaklingur væri í meiri hættu en annar á því að þróa upp með sér hjarta-eða kransæðasjúkdóma. Þessi pistill á að fjalla um þessi teikn.
Ef við lítum á einstaklinginn úr fjarlægð með tilliti til þeirra teikna sem gætu bent til kransæðasjúkdóma þá er það fyrst vaxtarlagið sem gefur eithvað til kynna. Karlmenn eins og epli í laginu (mittismál meira en 101,6cm) og konur eins og perur (mittismál meira en 88,9) þ.e.of þungir einstaklingar.( Aldur og kyn segja okkur einnig hvort þessi einstaklingur sé í meiri áhættu. En áhættan eykst með aldrinum og karlmenn eru í meiri hættu.) Við nánari skoðun eru það hendurnar eða fingurnir þ.e.Clubbing finger’s. Clubbing fingur (og reyndar tær líka) hafa verið tengdir við hjarta- og æðasjúkdóma,lungnasjúkdóma og fleiri. Það teikn hefur verið notað til greiningar af læknum í margar aldir og er stundum kennt við Hippocrates (Hippocrates fingers). Þá stækka fingurgómarnir og nöglin líka þannig að fingurinn lítur út eins og trommukjuði. Hornið sem myndast á milli naglbeðs og naglar hverfur og neglurnar verða þunnar og kúptar. Xantalasma er nafnið á gulum skellum sem eru oft upphleyptar víðsvegar á húðinni í kringum augun, en það eru kólesteról útfellingar. Arcus senilis er hvítur hringur í lithimnunni utan um augasteinin sem getur bennt til hás kólesteróls eða mikils magns blóðfitu sem eiga þátt í því að stífla æðarnar. Frank’s sign eða Diagonal earlobe decrease (DEC) tiltölulega nýkomið til sögunnar. Það er nefnt eftir manninum sem fann tengsl þess við kransæðasjúkdóma árið 1973. DEC lýsir sér þannig að það myndast hrukka eða fella í eyrnasneplinum sem liggur frá opi eyrans aftur og niður í c.a.45°halla. Menn hafa meira að segja kvarðað felluna eftir því hversu djúp hún er. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að sannreyna þetta teikn. Í rannsókn frá árinu 1987 fundu menn það út að forspárgildi Frank’s sign fyrir kransæðasjúkdómum var misjafnt eftir kynjum. Það var töluvert lægra hjá konum eða 50%, en hjá körlum var það 84,7% og jókst með aldri¹.
Rannsókn frá 2006 var gerð til að meta nokkra sjáanlega þætti og forspágildi þeirra gagnvart hjarta- og kransæðasjúkdómum hjá karlmönnum. Þar voru skoðaðir aðrir þættir eins og skalli (androgenic alopecia)og magn bringuhára auk DEC og preauricular crease (PAC). Jákvætt forspárgildi tveggja samanlagðra þátta eða DEC og PAC var 90% ². Þannig að á þessu sést að DEC hefur mjög sterkt forspárgildi.
Útstæðar bláæðar á hálsi geta gefið til kynna að hjartað sem dæla sé ekki að anna eftirspurn líkamans eftir blóði. Það eru öruggleg til miklu fleiri teikn en þau sem ég nefni hér, en þetta eru teikn sem ég sé daglega í starfi mínu.
Annað teikn (ósjáanlegt reyndar) sem getur gefið til kynna hvort að æðar séu farnar að stíflast í líkamanum, eru verkir í kálfavöðvum við göngu sem líða svo úr mönnum við hvíld, svo kallað Claudicatio intermittens.
1. Motamed M, Pelekoudas N.The predictive value of diagonal ear-lobe crease sign.Int J Clin Pract. 1998 Jul-Aug;52(5):305-6.Department of Otolaryngology, Royal Free Hospital, London, UK.
2. Hélio Amante Miot et al.Association between coronary artery disease and the diagonal earlobe and preauricular creases in men.An Bras Dermatol.2006;81(1):29-33